LEIGUSKILMÁLAR

Leigusamningur

 1. Hjólið ásamt fylgihlutum hefur leigusali afhent leigutaka í fullkomnu lagi, sem leigutaki hefur kynnt sér. Leigutaki hefur einnig kynnt sér notkun og meðferð hjólsins.
 2. Leigutaki er ábyrgur fyrir tjóni sem kann að verða á hjólinu og fylgihlutum þess vegna ógætilegrar og/eða rangrar notkunar. 
 3. Leigutaki ber fulla ábyrgð ef hjólið tapast eða því er stolið úr vörslu hans. Leigutaka ber að greiða að fullu andvirði hjólsins. 
 4. Leigusali er á engan hátt ábyrgur vegna slysa eða skemmda er kunna að orsakast af notkun, meðferð eða flutningi á hjólinu.
 5. Leigutaki skal framvísa löggildum skilríkjum við undirritun leigusamnings.
 6. Leigugjald, 7990kr á mánuði reiknast frá þeim degi sem leigusamningur er undirritaður og þar til hinu leigða er skilað til leigusala.
 7. Binditími leigusamnings er lágmark 3 mánuðir eða 90 dagar frá þeim degi sem leigusamningur er undirritaður.
 8. Ef leigutaki stendur ekki skil á greiðslum í 65 daga áskilur Escooter Ehf sér þann rétt að rukka leigutaka fullu andvirði hjólsins, 79900kr ásamt öllum öðrum ógreiddum kröfum. Escooter ehf áskilur sér þann rétt að framselja þessar kröfur til 3ja aðila. Leigutaki ber allan kostnað af þessum aðgerðum.
 9. Escooter Ehf áskilur sér þann rétt að segja upp samningi við leigutaka ef leigutaki stendur ekki skil á greiðslum eða grunur leikur á auðkennisþjófnaði.
 10. Leigutaki samþykkir að fara eftir settum reglum um notkun rafskútunar: Einungis leigutaka er heimilt að nota rafskútuna
 • Nota skal hjálm þegar notað er rafskútuna
 • Ekki flytja dýr eða hafa hund í bandi á meðan notað er rafskútuna
 • Bannað er að hafa farþega á rafskútunni
 • Ekki má teyma annað farartæki eða manneskju
 • Bannað að nota rafskútuna undir áhrifum áfengis eða annara vímugjafa
 • Fara skal eftir umferðarreglum
 • Notkun farsíma er með öllu óheimil við notkun á rafskútunni
 • Notkun heyrnatóla er með öllu óheimil við notkun á rafskútunni
 • Öll ógætileg hegðun svosem stökk eða “slide” á brettarömpum sem gæti laskað rafskútuna er með öllu óheimil

Óheimilt er að framselja skútuna eða leigusamninginn til 3. Aðila.

Escooter Ehf gerir við eftirfarandi hluti á rafskútunni, leigutaka að kostnaðarlausu:

 • Sprungið dekk
 • Mótor bilar
 • Inngjöf bilar
 • Ljósapera virkar ekki
 • Batterí bilar

Escooter ehf ábyrgist ekki þann kostnað sem ber af ef rafskútunni er stolið eða hún glatast.

Escooter ehf áskilur sér þann rétt að rukka leigutaka að fullu andvirði hjólsins, 79900kr ef rafskútan glatast eða ef henni er stolið.

Escooter ehf mun rukka leigutaka fyrir viðgerðir á hjólinu ef leigutaki tjónar rafskútuna að hámarki hálfvirði hjólsins.

Ef hjól bilar eða tjónast mun Escooter ehf koma með nýja rafskútu til leigutaka innan 24 klukkutíma.

Ef leigutaki óskar eftir því að rifta leigusamningi getur hann gert slíkt með tölvupósti. Til þess að riftun hefur átt sér stað þarf leigutaki að fá staðfestingarpóst frá Escooter.

Leigutaki hefur 48 klukkustundir til að skila rafskútunni eftir að staðfesting hefur fengist á riftun leigusamnings.

Ef leigutaki skilar ekki rafskútunni á tilsettri dagsetningu sem leigusamningurinn rennur út áskilur Escooter ehf að rukka seinkunnargjald, 1000kr fyrir hvern dag sem fer fram yfir uppsögn leigusamnings, að hámarki 30 daga. Ef leigutaki skilar ekki rafskútunni innan 30 daga áskil Escooter ehf sér þann rétt að innheimta leigutaka fullu andvirði hjólsins, 79900kr.

Leigutaki heimilar hér með að hann samþykki að hann greiði 7990kr fyrir leigu og ennfremur fyrir skemmdum og vonskilum ef til þess kæmi.

Leigutaki hefur kynnt sér leiguskilmála og samþykkir þá með undirskrift sinni.

 

 

Escooter boðorðin

 • Hakunamatata! Ef springur á dekki  á hjólinu kemur Escooter til bjargar, þér að kostnaðarlausu, engar áhyggjur.
 • Farðu vel með þig og hlutina eins og mamma sagði! Þó hjólið þolir hina rammíslensku súld er ekki mælt með því að fara út í rigningu þar sem bremsuvegalengd lengist og eykur líkur á heimsókn upp á Slysó.
 • Neðansjávar-vettfangsferðir eru með öllu óheimilar
 • Farðu eftir umferðarreglum og vertu með athyglina við stýrið! Þó að það sé mikill fýlingur að rúlla með tónlist í eyrunum skerðir það athyglina til muna og gæti það orðið þitt síðasta söngl.
 • Læstu hjólinu að aftan í stellinu og taktu batteríið með. Því miður er vinsælt að stela rafskútum og getur það orðið dýrt og leiðinlegt spaug fyrir þig ef hjólið hverfur.
 • Var hjólinu stolið? Hringdu strax í lögregluna! Við mælum eindregið með því að tala við tryggingarfélagið þitt til að kanna þinn bótarétt.
 • Passaðu upp á blóð-og loftþrýstinginn. Til að auka drægni hjólsins er mælt með að hafa 55psi í fram-og aftur dekki. Til að auka drægni lífsins er mælt með undir 130mmHg og 85mmHg í efri og neðri mörkum blóðþrýstings.
 • Kurteisi kostar ekkert og er óþarfi að eiba! Láttu bjölluna sjá um það.
 • Góða ferð!